Dæmdir í sex til sjö ára fangelsi

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Þór

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt þrjá menn í samtals nítján ára fangelsi fyrir stórfellda amfetamínframleiðslu og kannabisrækt.

Alvar Óskarsson hlaut þyngsta dóminn, eða sjö ára fangelsi, og þeir Einar Einarsson og Margeir Pétur Jóhannsson hlutur sex ára fangelsisdóm hvor, að því er RÚV greindi frá.

Mennirnir neituðu því allir að hafa framleitt amfetamín í sumarbústað í Borgarnesi en bústaðurinn er í eigu föður Margeirs.

Einar neitaði sök í kannabisframleiðslu sem fór fram í útihúsi bóndabæjar í Þykkvabæ. Margeir Pétur játaði sök og Einar játaði að hluta.

Þrjú önnur höfðu áður játað sök vegna kannabisframleiðslunnar og fengið innan við ársdóma hvert og eitt. Á meðal þeirra voru íbúarnir á bænum.

Margeir og Alvar hafa ákveðið að áfrýja dómnum en Einar hefur tekið sér frest til að ákveða sig.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert