Éljagangur, hálka og slæmt skyggni

Fólk stekkur inn til að grípa sér eitthvað í gogginn …
Fólk stekkur inn til að grípa sér eitthvað í gogginn í Kópavogi. mbl.is/Árni Sæberg

Vetraraðstæður eru um allt land, éljagangur og slæmt skyggni á höfuðborgarsvæðinu og hálka á stofnæðum. Þá eru fjallvegir á Vestfjörðum þung- eða ófærir.

Éljagangur, hálka og slæmt skyggni er á höfuðborgarsvæðinu og af þeim sökum gæti umferð gengið hægar.

Víðast hvar er nokkur hálka, krapi eða snjóþekja á Suðvesturlandi.

Hálka er á Vestfjörðum en þæfingur er í sunnanverðum Patreksfirði. Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði eru lokaðar og þungfært er norður í Árneshrepp.

Víðast hvar er hálka eða snjóþekja á Austurlandi. Þæfingsfærð er á Breiðdalsheiði og Öxi er þungfær.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert