Farþegar Icelandair fylgist vel með

Allar tilkynningar er varða breytingu á flugi verða sendar með …
Allar tilkynningar er varða breytingu á flugi verða sendar með tölvupósti og textaskilaboðum á netföng og farsímanúmer sem gefin hafa verið upp við bókun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vegna yfirvofandi óveðurs hefur Icelandair beðið viðskiptavini sína að fylgjast vel með veðurspám og tilkynningum á vef flugfélagsins. Appelsínugul viðvörun er í gildi víðast hvar á landinu síðdegis á morgun.

Samkvæmt tilkynningu á vefsíðu Icelandair er ekki búist við því að veðrið hafi áhrif á flugáætlunina. Fylgst verður vel með og nauðsynlegar breytingar gerðar ef þörf krefur. „Öryggi okkar farþega er alltaf í forgangi.“

Til að koma í veg fyrir óþarfa seinkanir er fólk hvatt til að gefa sér góðan tíma í aksturinn upp að Leifsstöð þar sem veðrið gæti haft áhrif á bílaumferð, en ef spár ganga eftir hefur Vegagerðin gefið það út að Reykjanesbraut verði lokað frá hádegi á morgun og verði lokuð fram til kl. 13 á miðvikudag.

Búast má við uppfærðri tilkynningu frá Icelandair síðar í dag, samkvæmt upplýsingum frá Ásdísi Ýri Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair.

„Allar tilkynningar er varða breytingu á flugi verða sendar með tölvupósti og textaskilaboðum á netföng og farsímanúmer sem gefin hafa verið upp við bókun.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert