Húsbrot og hótanir

mbl.is/Eggert

Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna húsbrots og hótana á Kjalarnesi á ellefta tímanum í gærkvöldi. Lögreglan handtók karlmann á þrítugsaldri á vettvangi og var hann færður á lögreglustöð til skýrslutöku.

Um klukkan 22 var tilkynnt um innbrotstilraun í heimahúsi í Garðabæ og er málið í rannsókn lögreglu.

Alls voru 40 mál bókuð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá  klukkan 17 til fimm í nótt. Líkt og venjan er voru nokkrir ökumenn stöðvaðir sem reyndust vera undir áhrifum vímuefna við aksturinn.

Klukkan 18:27 var ökumaður stöðvaður í Kópavoginum (hverfi 201) grunaður um fíkniefnaakstur og akstur sviptur ökuréttindum. Látinn laus að lokinni sýnatöku.

Klukkan 22:27 var ökumaður stöðvaður í Breiðholtinu (hverfi 109) grunaður um fíkniefnaakstur. Látinn laus að lokinni sýnatöku.

Klukkan 22:50 var ökumaður stöðvaður í Hafnarfirði grunaður um fíkniefnaakstur. Látinn laus að lokinni sýnatöku.

Klukkan 00:28 var ökumaður handtekinn í hverfi 113 (Grafarholt og Úlfarsárdalur) grunaður um ölvunar- og fíkniefnaakstur. Hann er vistaður í fangageymslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert