Landsmenn mokið snjó og saltið fyrir póstinn

Íbúar eru hvattir til að moka við hús sín.
Íbúar eru hvattir til að moka við hús sín. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Búast má við að röskun verði á póstdreifingu í öllu landinu gangi veðurspá næstu daga eftir. Pósturinn biður landsmenn að huga að aðgengi að húsum sínum með því að moka snjó og salta við hús og innkeyrslur til að auðvelda starfsfólki að koma sendingum til skila. 

Pósturinn mun fylgjast vel með veðri og koma öllu því til skila sem mögulegt er að afhenda miðað við aðstæður. 

„Þegar svona viðrar getur oft reynst erfitt að koma sendingum til skila og tafir geta því orðið hjá okkur. Við gerum að sjálfsögðu allt sem í okkar valdi stendur til að lágmarka alla röskun eins og kostur er og markmiðið okkar er að sjálfsögðu að koma öllu til skila á réttum tíma,“ er haft eftir Herði Jónssyni, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Póstsins, í tilkynningu. 

Hann ítrekar jafnframt að öll aðstoð landsmanna við að moka snjó og salta skiptir miklu máli fyrir starfsmenn þegar svona viðrar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert