Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu

Viðbúið er að snjóflóð falli í bröttum brekkum sem safna …
Viðbúið er að snjóflóð falli í bröttum brekkum sem safna í sig snjó í NA- og N-áttum. mbl.is/Árni Sæberg

Óvissustig vegna snjófljóðahættu á Mið-Norðurlandi tekur gildi klukkan 8 í fyrramálið, þriðjudaginn 10. desember. 

Spáð er mikilli snjókomu í mjög hvassri NA- og síðan N-átt á svæðinu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands, og má búast við því að snjóflóðahætta geti skapast í fjalllendi í Skagafirði, Tröllaskaga og austur fyrir Eyjafjörð.

Viðbúið er að snjóflóð falli í bröttum brekkum sem safna í sig snjó í NA- og N-áttum, einkum þar sem snjór safnast í gil. Fylgst verður með snjóflóðahættu í byggð, en reistar hafa verið varnir í þéttbýli þar sem hættan var áður mest, t.d. á Siglufirði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert