Tenging við Pólland langsótt

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það vera af og frá að tengja Landsréttarmálið svokallaða við óeðlileg pólitísk afskipti framkvæmdavaldsins af skipan dómsvaldsins og að sú afstaða ríkisstjórnarinnar komi skýrt fram í greinargerð dómsmálaráðuneytisins til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.

Segist hún jafnframt vera þeirrar skoðunar að Landsréttarmálið eigi ekkert skylt við málsatvik í Póllandi. Ríkisstjórnin, sem áfrýjaði niðurstöðu Mannréttindadómstólsins um að dómsmálaráðherra hefði brotið lög við skipan dómara í Landsrétt, afgreiddi greinargerð vegna áfrýjunarinnar á föstudaginn var. Málið verður tekið fyrir hjá Yfirdeildinni hinn 5. febrúar.

„Mannréttindadómstóllinn klofnaði í afstöðu sinni í neðri deildinni og við teljum minnihlutaálitið þar vera vel rökstutt. Þar kemur meðal annars fram að álit Hæstaréttar varðandi túlkun á íslenskum lögum um að dómararnir séu löglega skipaðir sé rétt niðurstaða,“ segir Áslaug í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert