Umræðu um skipun rannsóknarnefndar frestað

Umræða um skipun rannsóknarnefndar til að fara yfir starfshætti í …
Umræða um skipun rannsóknarnefndar til að fara yfir starfshætti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum var frestað í morgun á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Umræða um skipun rannsóknarnefndar til að fara yfir starfshætti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum var frestað í morgun á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Ástæðan er sú að tveir gestir sem áttu að koma fyrir fundinn áttu ekki heimangengt.

Þetta segir Líneik Anna Sævarsdóttir, varaformaður nefndarinnar og þingmaður Framsóknarflokksins. Hún stýrði fundinum í fjarveru Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, formanns nefndarinnar og þingmanns Pírata. Helgi Hrafn Gunnarsson tók sæti Þórhildar í nefndinni. 

Sú umræða frestast líklega fram yfir áramót því gestirnir komast ekki í þessari viku. Áætluð þinglok eru í þessari viku en ef það teygist lengra inn í mánuðinn falla niður fundir í nefndum Alþingis.   

Út úr nefndinni var afgreitt frumvarp um þingsköp og ekki voru lagðar til neinar breytingar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert