Útboð trygginga stöðvað

Bærinn við brúna. Borgarneskirkja rís hæst á holtinu, við hlið …
Bærinn við brúna. Borgarneskirkja rís hæst á holtinu, við hlið skólans. mbl.is/Sigurður Bogi

Kærunefnd útboðsmála hefur stöðvað um stundarsakir útboð Borgarbyggðar á tryggingum sveitarfélagsins.

Þótt kærunefndin hafi ekki lokið umfjöllun um efni kæru VÍS kemur fram í rökstuðningi hennar að tryggingafélagið hafi leitt verulegar líkur að því að krafa í útboðsgögnum um að þeir sem bjóða í tryggingarnar þurfi að hafa starfsstöð í Borgarbyggð brjóti gegn lögum um opinber innkaup.

Málið á rætur í þeirri ákvörðun VÍS fyrir rúmu ári að breyta þjónustu á landsbyggðinni með því að loka útibúum á átta stöðum, þar á meðal á Akranesi og í Borgarnesi. Eftir það er ekkert útibú á Vesturlandi. Leiddi það til mótmæla sveitarfélaga víða um land, meðal annars Borgarbyggðar og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.

Vilja standa vörð um störf

Byggðarráð Borgarbyggðar hvatti á sínum tíma fyrirtæki til að sýna samstöðu um að standa vörð um störf í sinni heimabyggð og úti á landsbyggðinni og tók undir áskorun um að endurskoða viðskipti við VÍS, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert