Vegum frá höfuðborginni lokað vegna ofsaveðurs

Umferð á Hellisheiði á öðrum tímanum í dag.
Umferð á Hellisheiði á öðrum tímanum í dag. Ljósmynd/Vegagerðin

Vegagerðin hefur birt lista yfir áætlaðar lokanir vegna ofsaveðursins næstu daga. Þar kemur meðal annars fram að Hellisheiði, Þrengslum, Reykjanesbraut og Vesturlandsvegi um Kjalarnes og Hafnarfjall verður mögulega lokað í sólarhring frá hádeginu á morgun.

Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að ef miðað er við verstu sviðsmynd út frá núverandi veðurspá verður öllum leiðum frá höfuðborgarsvæðinu lokað í um það bil sólarhring.

Þá verður ófært úr höfuðborginni á morgun og fram á miðvikudag, enda ekkert ferðaveður í kortunum, og appelsínugul viðvörun tekur gildi á morgun um nánast allt land.

Nánar má sjá áætlun um lokanir vega um land allt hér.

Það verður illfært á milli staða á morgun.
Það verður illfært á milli staða á morgun. mbl.is/Arnar Þór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert