Björgunarsveitir á Hörpureitnum

Hjálparsveit Skáta í Reykjavík og Björgunarsveitin Ársæll sinntu útkalli á Hörpureitnum við Reykjavíkurhöfn rétt fyrir klukkan sex í kvöld þar sem stórt grindverk hafði farið á hliðina. Hlutar af því höfðu brotnað og dreifðist brakið um svæðið. 

mbl.is var á staðnum og í myndskeiðinu má sjá björgunarsveitarfólk að störfum. Verulega er farið að bæta í vindhraðann og erfitt er að fóta sig í rokinu.

mbl.is