Einhverjar raskanir á flugi í fyrramálið

„Það eru þarna einhver flug sem eru að fara seinna …
„Það eru þarna einhver flug sem eru að fara seinna en venjulega en mér sýnist áætlun gera ráð fyrir að eftir klukkan átta séu flestar vélar á áætlun, eins og staðan er núna,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við mbl.is. mbl.is/​Hari

Búast má við einhverjum röskunum á flugi í fyrramálið að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Þó ætti versta veðrið að vera gengið yfir.

„Það eru þarna einhverjar vélar sem fara seinna en venjulega en mér sýnist áætlun gera ráð fyrir að eftir klukkan átta séu flestar vélar á áætlun, eins og staðan er núna,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við mbl.is.

„Það er töluverður vindhraði í Keflavík akkúrat núna en svo lægir eitthvað aðeins eftir miðnætti. Það er útlit fyrir að það fari allt af stað hérna í fyrramálið. Flugfélög eru búin að vera öflug í að upplýsa farþega sína um stöðu mála og svo hvetjum við alla farþega til að fylgjast vel með á vefnum hjá okkur.“

Samkvæmt vef Isavia er innanlandsflug frá Reykjavíkurflugvelli að mestu leyti á áætlun í fyrramálið, nema flug til Vestmannaeyja kl. 7:15, sem hefur verið aflýst.

Hægt er að fylgjast með stöðu mála á vef Isavia

mbl.is