Krónan tapaði brauðmálinu fyrir Landsrétti

Deilt var um kröfur heilbrigðiseftirlits um brauðbar í versluninni.
Deilt var um kröfur heilbrigðiseftirlits um brauðbar í versluninni. mbl.is/Sigurður Bogi

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og sveitarfélagið Árborg voru sýknuð af öllum kröfum Krónunnar ehf. í dómi í brauðmálinu svokallaða í Landsrétti.

Krónan áfrýjaði til Landsréttar dómi Héraðsdóms Suðurlands frá því í mars í máli sem fyrirtækið höfðaði á hendur sveitarfélaginu og heilbrigðiseftirlitinu. Krafðist Krónan þess að ógilt yrði með dómi stjórnvaldsákvörðun heilbrigðiseftirlitsins frá 6. desember 2016 þar sem kveðið var á um að brauðmeti í verslun fyrirtækisins á Selfossi skyldi varið með umbúðum eða með öðrum hætti sem tryggði að matvaran spilltist ekki eða mengaðist.

Héraðsdómur sýknaði hina stefndu af kröfum um ógildingu stjórnsýsluákvarðana þar eð dómurinn taldi ekki sýnt fram á að eiginleg stjórnsýsluákvörðun hefði verið tekin í málinu.

Í dómi Landsréttar er hins vegar tekið undir það með Krónunni að heilbrigðiseftirlitið hafi tekið bindandi stjórnvaldsákvörðun hinn 6. desember sem skyldaði verslunina til að setja brauðmeti í umbúðir eða tryggja með öðrum hætti að varan mengaðist ekki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert