Lögregla rannsakar flutning sauðfjár yfir Hvítá

Rannsaka á hvort sauðfé hafi verið flutt í leyfisleysi yfir …
Rannsaka á hvort sauðfé hafi verið flutt í leyfisleysi yfir varnarlínu.

Matvælastofnun hefur óskað eftir lögreglurannsókn á meintum flutningi sauðfjár yfir Hvítá. 

Fram kemur á heimasíðu stofnunarinnar, að grunur leiki á að bændur úr Hrunamannahreppi hafi sótt nokkra tugi lamba í þeirra eigu, sem komu í réttir í Biskupstungum í september sl., og flutt yfir varnarlínu.

Óheimilt er að flytja sauðfé yfir varnarlínur nema í sérstökum undantekningartilfellum að fengnu leyfi stofnunarinnar. Matvælastofnun segir, að tilgangur dýrasjúkdómalaga sé m.a. að hindra útbreiðslu dýrasjúkdóma og vinna að útrýmingu þeirra. Samkvæmt þeim lögum ákveður ráðherra, að fengnum tillögum Matvælastofnunar, hvaða varnarlínum skuli haldið við. Varnarlínur eru ákveðnar til að verja eftir föngum bústofn bænda fyrir dýrasjúkdómum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert