Röskun á flugi og ferjusiglingum

Icelandair hefur aflýst öllum brottförum frá klukkan 14. Mynd úr …
Icelandair hefur aflýst öllum brottförum frá klukkan 14. Mynd úr safni. Víkurfréttir/Hilmar Bragi

Aftakaveðrið sem spáð er um allt land þegar líða fer á daginn hefur áhrif á flugsamgöngur og ferjusiglingar.

Herjólfur fór frá Vestmannaeyjum í morgun og mun sigla til Þorlákshafnar. Þaðan siglir Herjólfur klukkan 10:45 en seinni ferð dagsins fellur niður vegna fyrirhugaðra lokana á vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu. Báðar ferðir ferjunnar Baldurs milli Stykkishólms og Brjánslækjar falla einnig niður. 

Innanlandsflug hófst samkvæmt áætlun í morgun en öllu flugi hefur verið aflýst eftir klukkan 10. 

Einnig má búast við mikilli röskun á millilandaflugi í dag og á morgun vegna veðurs og Reykjanesbraut verður mögulega lokað frá hádegi í dag til hádegis á morgun. Icelandair hefur aflýst öllum brottförum frá klukkan 14. Þá hafa EasyJet, Transavia og Norwegian einnig aflýst brottförum síðdegis. Vél Wizz Air til Gdansk klukkan 21:55 er eina brottförin sem enn er á áætlun. 

Isavia bendir flugfarþegum á að fylgjast með uppfærslum á flugtímum á heimasíðu Isavia en frekari upplýsingar má nálgast hjá flugfélögum.

Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert