Tugprósenta samdráttur í fluginu

Farþegar eru fjórðungi færri í ár en í fyrra.
Farþegar eru fjórðungi færri í ár en í fyrra. mbl.is/​Hari

Starfsmönnum Isavia á Keflavíkurflugvelli og hjá Fríhöfninni hefur fækkað um 150 milli ára. Þeir eru nú álíka margir og í árslok 2016. Starfsmennirnir eru nú 885. Þeir voru til samanburðar 1.037 í lok síðasta árs.

Með falli WOW air 28. mars sl. minnkaði umferð um flugvöllinn til muna. Samkvæmt tölum Isavia fóru 435 þúsund farþegar um flugvöllinn í nóvember, en voru 629 þúsund í sama mánuði í fyrra. Það er 31% samdráttur.

Þá fóru 6,79 milljónir farþega um völlinn fyrstu 11 mánuði ársins, en 9,19 milljónir á sama tímabili í fyrra. Það er 26% samdráttur. Veitir þetta vísbendingu um að hlutfallsleg fækkun ferðamanna á Keflavíkurflugvelli í ár sé meiri eftir því sem lengra líður frá falli WOW air.

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar voru 887 einstaklingar án vinnu í Reykjanesbæ í október, á móti 380 í október í fyrra. Það er ríflega tvöföldun á einu ári. Hefur atvinnuleysið í bænum aukist úr 3,4% í 7,6%, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »