Víðtækar truflanir á samgöngum

Veðurfræðingarnir Helga Ívarsdóttir og Elín Björk Jónasdóttir fylgjast með lægðinni.
Veðurfræðingarnir Helga Ívarsdóttir og Elín Björk Jónasdóttir fylgjast með lægðinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Búist er við víðtækum truflunum á samgöngum um allt land í dag og í fyrramálið vegna norðan roks eða óveðurs sem skellur á landinu í dag. Vegum verður víða lokað í varúðarskyni og millilandaflug fellur niður síðdegis í dag.

Þá er búist við að skólastarf raskist á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Opinberum þjónustustofnunum eins og bókasöfnum og sundlaugum verður lokað um miðjan dag.

Veðurstofa Íslands gaf í gær út appelsínugula viðvörun vegna norðan storms eða roks á vesturhluta landsins. Viðvaranir breyttust eftir því sem leið á daginn. Versta veðrinu var spáð á Ströndum og Norðurlandi vestra, ofsaveðri eða fárviðri með mikilli snjókomu og skafrenningi. Þetta spásvæði var fært upp í hæstu viðvörun, rauða, og er það í fyrsta skipti sem sá litur er notaður í veðurspám frá því litakvarðaðar viðvaranir voru teknar upp fyrir rúmum tveimur árum. Undir kvöld náði appelsínugula viðvörunin til alls landsins, nema vitaskuld þess rauðlitaða á Norðurlandi vestra og Ströndum.

Ríkislögreglustjóri og allir lögreglustjórar landsins lýstu yfir óvissustigi almannavarna á landinu, í takti við veðurspá Veðurstofunnar. Óvissustigi er lýst yfir þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru- eða mannavöldum, sem á síðari stigum geti leitt til þess að heilsu fólks og öryggi umhverfis eða byggðar sé ógnað.

Þjóðvegum lokað

Ef fram fer sem horfir mun óveðrið hafa mikil áhrif á daglegt líf Íslendinga og gesta landsins. Vegagerðin áætlar að loka öllum vegum að höfuðborgarsvæðinu og á Suðrnesjum um hádegisbil í dag. Áætlað er að lokunin standi í sólarhring. Fjölda annarra vega um allt land verður lokað, sumum strax árdegis í dag. Millilandaflug og innanlandsflug raskast sem og almenningssamgöngur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert