Fyrirspurnin týnist ekki í jólabókaflóðinu

Þorsteinn Sæmundsson er ósáttur við að fá engin svör.
Þorsteinn Sæmundsson er ósáttur við að fá engin svör. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, gagnrýndi það harðlega í þingsal að hann hafi lagt fram sömu fyrirspurnina sex sinnum án þess að fá svar frá ráðherrum.

Fyrirspurnin snýst um sölu á fullnustueignum Íbúðalánasjóðs.

Hann sagði að fyrirspurnin hefði bæði verið lögð fyrir félags- og barnamálaráðherra og nú dómsmálaráðherra og að þeir hafi kosið að „hunsa þingið gjörsamlega“ með því að svara ekki.

Sagði hann líklega eitt og hálft til tvö ár síðan fyrirspurnin var fyrst lögð fram og skoraði á forseta þingsins að sjá til þess að henni yrði svarað fyrir jólaleyfi svo að hún „týndist ekki í jólabókaflóðinu“.

Forseti Alþingis bætti við að bæði hann og forsætisnefnd hefðu lagt sig fram við að fá svar frá ráðuneytunum við fyrirspurninni.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. mbl.is/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert