„Hann virðist hafa fokið í burtu“

Mælirinn var fokinn af veðurathugunarstöð Vegagerðarinnar.
Mælirinn var fokinn af veðurathugunarstöð Vegagerðarinnar. Ljósmynd/Kristján Ingimarsson

Vindmælirinn í Hamarsfirði á Suðausturlandi er fokinn út í veður og vind en hann þoldi ekki rokið í firðinum í morgun. Hviður fóru í 50 m/s þar fyrir hádegið og var það nóg til þess að mælirinn fauk sína leið.

Þegar kort Vegagerðarinnar er skoðað má sjá að töluverður vindur er á suðausturhluta landsins, alls staðar annars staðar en í Hamarsfirði þar sem á að heita logn. 

Eins og sjá má á kortinu á að heita logn …
Eins og sjá má á kortinu á að heita logn í Hamarsfirði. Það er þó ekki raunin. Kort/Vegagerðin

„Hann virðist hafa fokið í burtu, því miður,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðufræðingur á Veðurstofu Íslands.

„Það voru hviður í 50 metrum og hann réði greinilega ekki við þetta,“ segir Birta en þetta er ekki í fyrsta skipti sem vindmælir fýkur í Hamarsfirði.

„Í norðvestanáttinni verður allt snælduvitlaust í Hamarsfirði.“

Vindhaninn var fokinn í veður og vind.
Vindhaninn var fokinn í veður og vind. Ljósmynd/Kristján Ingimarsson
mbl.is