„Hvellur“ á Austurlandi

Björgunarsveitarfólk að störfum í gærkvöldi á höfuðborgarsvæðinu.
Björgunarsveitarfólk að störfum í gærkvöldi á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það gerir veðurhvell austanlands nú fyrir hádegi og með hríðarveðri,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Hann segir að veður sé að ná hámarki á Austurlandi og Suðausturlandi.

Bálhvasst er á Austurlandi en vindur fer til að mynda í 48 m/s í hviðum í Hamarsfirði.

Einar bendir á að veður sé byrjað að ganga niður um vestanvert landið og þar lægi hægt og rólega í allan dag.

Hins vegar sé útlit fyrir hríðarveður frá Skagafirði alveg austur á Þórshöfn meira og minna í allan dag. 

„Það verður hríð, skafrenningur og kóf í allan dag og til kvölds. Það verður áfram samgönguleysi á þessum slóðum,“ segir Einar.

Aðstæður á Austurlandi séu aðrar en á Norðurlandi í gær en austanlands er um hvell að ræða og þar ætti að lægja um klukkan tvö.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert