Namibísk yfirvöld leggja hald á Heinaste

Yfirvöld í Namibíu hafa lagt hald á togarann Heinaste, sem er í hlutaeigu Samherja, að því er fram kemur á norska vefnum Fiskebladet.

Skipið var kyrrsett í lok nóvember eftir að í ljós kom að það hafði verið við veiðar á vernduðu svæði nærri Walvis Bay.

Togarinn var kyrrsettur 22. nóvember og var íslenskur skipstjóri hans, Arngrímur Brynjólfsson, jafnframt handtekinn. Hann var þó látinn laus en sætir farbanni frá Namibíu.

Heinaste er í eigu Samherja í gegnum dótturfélagið Esja Holding, sem samkvæmt Fiskebladet tengist banareikningum í DNB. Í samtali við mbl.is skömmu eftir að skipið var kyrrsett sagði Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, að yfirvöld hafi viljað rannsaka siglingaskjöl.

Samkvæmt frétt Fiskebladet var sala Heinaste frá namibískum eigendum þess til erlendra fjárfesta, þ.á.m. Esja Holding, kærð til Hæstaréttar Namibíu, sem stöðvaði söluna tímabundið í ágúst síðastliðnum vegna ólögmætis kaupsamningsins. Þar segir jafnframt að íslendingar hafi alfarið fjármagnað kaupin, en að heimamenn hafi svo keypt 45% hlut í skipinu, sem nú siglir undir namibísku flaggi.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert