Opna hótel á Granda í maímánuði

Timburhúsin til vinstri eru nýbyggingar. Hótelið verður til hægri.
Timburhúsin til vinstri eru nýbyggingar. Hótelið verður til hægri. Teikning/Arkitektar: Gláma-Kím, þrívíddarmynd: Bastian Bajer.

Framkvæmdir standa yfir við Centerhótel Granda á Seljavegi í Vesturbæ Reykjavíkur. Það verður steinsnar frá fyrirhuguðu íbúðahverfi við Vesturbugt við Slippinn. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri og eigandi Centerhótelakeðjunnar, segir áformað að opna hótelið í maí.

Það eigi eftir að ákveða hvort tekin verða í notkun 147 eða 195 herbergi í upphafi. Á hótelinu verði veitingastaður, bar, kaffihús og önnur þjónusta. Síðar eru áform um að bjóða upp á spa og aðra þjónustu á hótelinu.

Hótelið er í gamla Héðinshúsinu, sem hefur verið endurbyggt og hækkað. Upphaflega stóð til að taka 1. áfanga í notkun í þessum mánuði. Kristófer segir aðspurður að uppbyggingin hafi gengið samkvæmt áætlun. Það hafi komið í ljós að skipta þurfti um alla glugga í húsinu og klæða það að utan. Byrjað sé að taka á móti bókunum fyrir næsta sumar. Varðandi framhaldið segir Kristófer útlit fyrir samdrátt í íslenskri ferðaþjónustu næstu mánuði frá fyrra ári. Hins vegar líti betur út með bókanir næsta sumar, að því er fram kemur í umfjöllun um hótelin í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert