Rafmagn fór af öllu Austurlandi

Frá Egilsstöðum eftir að rafmagn fór út.
Frá Egilsstöðum eftir að rafmagn fór út. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Rafmagnslaust er á öllu Austurlandi vegna útleysingar í Fljótsdalslínu 2 sem átti sér stað kl. 10:05. Unnið er að því að byggja upp kerfið, samkvæmt vefsíðu Rarik.

Samkvæmt upplýsingum frá svæðisvakt Rarik á Austurlandi er ekki búist við því að rafmagnsleysið vari lengi, samkvæmt þeirra upplýsingum. Á vef Landsnets kemur fram að rafveituvirkjar séu á leiðinni að tengivirkinu við Hryggstekk í Skriðdal til þess að bæta úr stöðunni, en þar er einn rofi sem ekki er hægt að slá út með fjarstýringu.

Á meðan sá rofi er inni, og þar með spenna á Stuðlalínu 1, er ekki hægt að koma spennu á Fljótdalslínu 2 og tengivirkið við Hryggstekk án þess að útleysing verði á ný.

Heimsendastemning í ME

„Það er hálfgerð heimsendastemning,“ segir Dagur Skírnir Óðinsson, kennari við Menntaskólann á Egilsstöðum, sem sat í myrkvaðri skólastofu ásamt nemendum sínum á síðasta kennsludegi haustannar.

Álverið keyrir óháð byggðanetinu

Vert er að taka fram að álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði verður ekki fyrir áhrifum af þessu rafmagnsleysi hjá almennum raforkunotendum á Austurlandi, en það er beintengt við Kárahnjúkavirkjun með afar öflugum raflínum.

mbl.is