Snjóflóð í Langadal og Súðavíkurhlíð

Tvö snjóflóð hafa fallið á veginn við Súðavíkurhlíð síðasta sólarhring.
Tvö snjóflóð hafa fallið á veginn við Súðavíkurhlíð síðasta sólarhring. mbl.is/Sigurður Bogi

Þrjú snjóflóð hafa fallið í dag samkvæmt upplýsingum frá ofanflóðavakt Veðurstofunnar, tvö í Súðavíkurhlíð og eitt í Langadal. Ófært er á svæðunum og því er ekki talin hætta á að nokkur hafi lent í flóðinu. 

„Við reiknum fastlega við að það hafi fallið fleiri flóð,“ segir Magni Hreinn Jónsson, sérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofunnar. Óvissu­stig vegna snjóflóðahættu á Mið-Norður­landi er enn í gildi og verður fram eft­ir degi.

Snjóflóð féll á þjóðveginn í Langadal í Húnavatnssýslu norðan við brúna yfir Svartá í morgun. Flóðið er um fimmtíu metra breitt og tveggja metra djúpt. Tvö flóð féllu á veginn við Súðavíkurhlíð og voru þau svipað stór og flóðið í Langadal. 

Ekki verður gripið til sérstakra aðgerða vegna flóðanna að svo stöddu.

Flóðin eru um fimmtíu metra breið og eins til tveggja …
Flóðin eru um fimmtíu metra breið og eins til tveggja metra djúp. Tvö féllu við Súðavíkurhlíð og eitt í Langadal. Kort/Veðurstofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert