Tryggingafélögum þegar borist tugir tilkynninga

Samkvæmt upplýsingum frá Vís og TM höfðu tryggingarfélögunum borist um …
Samkvæmt upplýsingum frá Vís og TM höfðu tryggingarfélögunum borist um 20 tilkynningar hvoru í lok dagsins í dag. Morgunblaðið/Eggert

Tryggingafélögum hafa borist tugir tjónatilkynninga í tengslum við ofsaveðrið sem nú gengur yfir landið og búast þau við fleirum þegar líður á.

Samkvæmt upplýsingum frá Vís og TM höfðu tryggingafélögunum borist um 20 tilkynningar hvoru í lok dagsins í dag. Björgunarsveitir hafa sinnt á áttunda hundrað útkalla frá því síðdegis í gær og er veðrið enn ekki gengið yfir að fullu og má því búast við að tryggingafélögunum berist mun fleiri tilkynningar þegar líður á vikuna.

mbl.is