Vann 30 milljónir í Happdrætti HÍ

Rúmlega 3.200 miðaeigendur skiptu með sér tæpum 133 milljónum króna …
Rúmlega 3.200 miðaeigendur skiptu með sér tæpum 133 milljónum króna í skattfrjálsum vinningum. mbl.is/Golli

Heppinn miðaeigandi vann 30 milljónir króna þegar dregið var í Happdrætti Háskóla Íslands í kvöld. Samkvæmt tilkynningu hefur vinningshafinn átt miða í happdrættinu svo áratugum skiptir.

Fjöldi annarra miðaeigenda hafði einnig ástæðu til að gleðjast en rúmlega 3.200 miðaeigendur skiptu með sér tæpum 133 milljónum króna í skattfrjálsum vinningum.

Draga átti út í happdrættinu í gærkvöldi en á því varð breyting vegna ofsaveðursins sem gekk yfir landið í gær og var útdrætti frestað í fyrsta sinn í 85 ára sögu happdrættisins.

mbl.is