Veita þarf skriflegt leyfi

Þúsundir Íslendinga glíma á hverju ári við fíknisjúkdóma.
Þúsundir Íslendinga glíma á hverju ári við fíknisjúkdóma. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Takmörkun á aðgengi aðstandenda að upplýsingum um heilsufar ættingja á rætur í lögum um sjúkraskrár. Ný persónuverndarlög eru ekki ástæða slíkra takmarkana. Þetta segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, en tilefnið er aðsend grein í Morgunblaðinu í gær. Þar lýsti móðir erfiðri reynslu sinni af fíkn sonar síns.

„Sonur minn er veikur. Hann er með lífshættulegan sjúkdóm sem hann berst við. Þegar hann liggur inni á sjúkrahúsi má ég ekki fá neinar upplýsingar. Samt er ég skráð sem hans nánasti aðstandandi. Hann er sjálfráða einstaklingur sem ný persónuverndarlög gilda um og vernda,“ skrifaði konan.

Hún staðfestir í Morgunblaðinu í dag að sonur hennar er á þrítugsaldri. Með því er hann sjálfráða samkvæmt lögum. Samkvæmt 16. lið 3. greinar laga um sjúkraskrár (55/2009) er umboðsmaður sjúklings „forráðamaður hans eða sá sem sjúklingur hefur veitt skriflegt umboð til að taka ákvarðanir varðandi sjúkraskrá sína eða heimild til aðgangs að henni“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert