Allt gert til að koma hlutunum í lag aftur

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég ef mikla samúð með öllum þeim sem bíða eftir að fá rafmagnið og hitann aftur í hús sín og híbýli,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra á Facebook-síðu sinni í dag vegna óveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Alvarlegar afleiðingar veðursins hafi verið að koma fram. Flutningskerfi raforku hafi til að mynda stórskaðast á stórum svæðum.

„Nú snýst þetta allt um fólkið, allt er gert til þess að bregðast við aðstæðum og unnið hörðum höndum að því að koma rafmagni og hita aftur á. Enn og aftur kemur í ljós hvað við Íslendingar búum vel að öflugum viðbragðsaðilum, bæði sjálfboðaliðum í björgunar- og hjálparsveitum en einnig starfsfólki lögreglu, Landhelgisgæslu, sveitarfélaga, Vegagerðarinnar og fyrirtækja á borð við Landsnet og Rarik,“ segir ráðherrann og áfram:

„Það er aðdáunarvert að fylgjast með öllu því fólki sem þar starfar og er reiðubúið að bregðast við, fara út í óveðrið og bjarga því sem bjargað verður í þágu samborgara sinna. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við allt þetta fólk. Ég mun funda í dag í stjórnstöð almannavarna með viðbragðsaðilum. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að bregðast skjótt við og koma hlutunum í samt lag aftur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert