Bílaleigur skuli þjónusta lögregluna

Bílamiðstöð verður lögð niður um áramótin.
Bílamiðstöð verður lögð niður um áramótin. Ljósmynd/RLS

Nefnd um framtíðarfyrirkomulag bílamála lögreglunnar hefur skilað Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra tillögum sem hún hefur í kjölfarið samþykkt.

Lagði nefndin til að fela Ríkiskaupum að annast rammasamningsútboð um langtímaleigu neyðarútkallsökutækja lögreglu.

Þetta kom fram í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins en fram hafði komið að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra yrði aflögð um áramótin.

„Með slíkri skipan verður öllum lögregluembættum, m.a. í formi sameiginlegra örútboða til að hámarka hagkvæmni, gert kleift að leita til viðkomandi bílaleiga samkvæmt rammasamningi og taka á langtímaleigu það neyðarútkallsökutæki sem þörf er á hverju sinni. Er stefnt að því að hæfiskröfur vegna útboðsins muni leiða til þess að tvær til þrjár stórar bílaleigur sem starfa á landsvísu muni verða aðilar að rammasamningnum og verður þannig unnt að tryggja viðunandi samkeppni innan samningsins. Þá er ætlunin að stuðst verði við grófflokkun þeirra ökutækja sem unnt verður að taka á leigu, þar á meðal sérstyrktar lögreglubifreiðar sem hámarka öryggi lögreglumanna í akstri. Einnig er gert ráð fyrir að hægt verði að taka á leigu jeppa og almennar fólksbifreiðar, allt eftir þörfum viðkomandi embættis.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert