Brotist inn í 15 geymslur

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Þorkell

Brotist var inn í fimmtán geymslur í fjölbýlishúsi í Austurbænum (hverfi 105) í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki vitað hverju var stolið. 

Síðdegis í gær stöðvaði lögreglan bifreið í Kópavogi (hverfi 200) og reyndist ökumaðurinn vera bæði undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Nokkru síðar var annar ökumaður stöðvaður í Árbænum (hverfi 110) og er hann grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Bifreiðin reyndist vera ótryggð og voru skráningarnúmer klippt af.

Í gærkvöldi stöðvaði lögreglan för bifreiðar í Breiðholti (hverfi 109) en hún var ótryggð og klippti því lögreglan skráningarnúmer af bifreiðinni. 

Í nótt stöðvaði lögreglan síðan för ökumanns í Austurbænum (hverfi 108) sem er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og að aka sviptur ökuréttindum. Bifreiðin reyndist vera ótryggð og voru skráningarnúmar klippt af.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert