Ellen DeGeneres gefur miða til Íslands

Ellen DeGeneres.
Ellen DeGeneres. AFP

Bandaríska sjónvarpskonan Ellen DeGeneres gaf í gærkvöldi 150 áhorfendum í sérstökum jólaþætti sínum, „Ellen’s Greatest Night of Giveaways“, flugmiða með Icelandair til Íslands fyrir tvo, gistingu í fimm daga á Icelandair-hótelum og ferð í Bláa lónið. Stjónvarpsstjarnan og fyrirsætan Chrissy Teigen aðstoðaði Ellen að afhenda gjafirnar.

Þátturinn var sýndur á besta tíma á bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC. Jólaþættirnir, „Ellen’s Greatest Night of Giveaways“, eru þrír talsins og er líklegt að um 10 milljónir manna horfi á hvern þátt og uppsafnað áhorf nái til 25-30 milljóna manna.

Þetta er því gríðarleg landkynning, samkvæmt tilkynningu frá Icelandair, en Ellen nýtur mikilla vinsælda og er með um 80 milljónir fylgjenda á Twitter og Instagram, og ríflega 30 milljónir á Facebook og Youtube. Undirbúningurinn fyrir þetta innlegg í þáttinn var unninn með Íslandsstofu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert