Flókið að koma á rafmagni úr Þór

Rafmagnslínan barst til Dalvíkur síðdegis í dag.
Rafmagnslínan barst til Dalvíkur síðdegis í dag. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta er flókið og erfitt verkefni og það er erfitt að svara því á þessu stigi,“ segir Rósant Guðmundsson, upplýsingafulltrúi RARIK, spurður hvort rafmagn verði komið á Dalvík fljótlega. 

Unnið er að því að tengja rafstöð í varðskipinu Þór sem nýta á sem rafstöð fyrir íbúa á Dalvík. Rósant tekur fram að þetta hafi aldrei verið gert áður og því gæti tekið tíma að púsla þessu saman. Raf­streng­ur var send­ur með Hercu­les-flug­vél danska flug­hers­ins til verksins en vélin lenti á Akureyrarflugvelli síðdegis í dag. 

Áfram verður unnið að verkefninu fram á kvöld og mögulega fram á nótt en það fer eftir stöðunni á mannskapnum. Mikið hefur mætt á starfsmönnum RARIK síðustu daga sem leggja nótt við nýtan dag að koma rafmagni aftur á híbýli. 

Rafmagnslaust hefur verið á svæðinu í talsverðan tíma. Kúabændur í Svarfaðardal gátu tengst inn á bráðabirgð rafmagn í dag svo þeir gátu mjólkað kýrnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert