Gert að hætta eftirliti með IP-tölum

Vinnumálastofnunar á IP-tölum atvinnuleitenda stangast á við lögin um persónuvernd.
Vinnumálastofnunar á IP-tölum atvinnuleitenda stangast á við lögin um persónuvernd. mbl.is/​Hari

Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að vinnsla Vinnumálastofnunar (VMST) á persónuupplýsingum um IP-tölur þeirra sem þiggja atvinnuleysisbætur þegar þeir skrá sig inn á „Mínar síður“ á vef stofnunarinnar, samrýmist ekki lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Hefur Persónuvernd gefið VMST þau fyrirmæli að láta af notkun upplýsinga um IP-tölu umsækjenda um atvinnuleysisbætur á meðan ekki eru til úrræði til að staðfesta áreiðanleika þeirra. Er VMST gert að staðfesta í síðasta lagi 28. janúar að farið hafi verið að þessum fyrirmælum.

Þurfa að vera á Íslandi

Atvinnuleitendur þurfa að vera staddir á Íslandi og í virkri atvinnuleit til að eiga rétt á atvinnuleysisbótum og hefur eftirlitsdeild VMST á umliðnum árum kannað IP-tölur þeirra sem skrá sig inn á Mínar síður til að kanna hvort staðsetning IP-talna á netþjónum gefa til kynna að þeir séu staddir erlendis. Eftirlitsdeildin fylgist með hvort um misnotkun eða bótasvik sé að ræða. Oft eru eðlilegar skýringar á erlendum uppruna IP-tölu en í mörgum tilvikum hefur svo ekki verið og kemur fram í ársskýrslum VMST að fjölda slíkra mála hefur lokið með viðurlagaákvörðun.

Árið 2017 voru t.d. send út 486 bréf vegna staðfestinga eða innskráninga erlendis frá og lauk 160 málum með viðurlögum, þar sem skuld þeirra var samtals um 15,5 milljónir kr. Í fyrra voru send út 664 bréf vegna staðfestinga/innskráninga erlendis frá. Þá var 161 máli lokið með viðurlagaákvörðun, þar sem atvinnuleitendur höfðu verið erlendis án þess að tilkynna ferð sína til stofnunarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert