Hercules lögð af stað norður

Ráð er gert fyrir að vélin lendi á Akureyrarflugvelli eftir …
Ráð er gert fyrir að vélin lendi á Akureyrarflugvelli eftir um 35 til 40 mínútur. mbl.is/Árni Sæberg

Hercules-flugvél danska flughersins tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli nú skömmu fyrir klukkan 15. Um borð eru fimm starfsmenn Landhelgisgæslunnar, þar af fjórir kafarar, um 30 björgunarsveitarmenn frá Landsbjörg, auk starfsmanna frá Rarik og Landsneti.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Ráð er gert fyrir að vélin lendi á Akureyrarflugvelli eftir um 35 til 40 mínútur.

Flugvélin flytur einnig búnað björgunarsveitanna, bíl séraðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar og rafstreng til að tengja varðskipið Þór við land á Dalvík. Landhelgisgæslan óskaði eftir aðstoð frá danska flughernum í morgun og er afar þakklát fyrir hve vel Danir brugðust við beiðninni.

Um borð eru fimm starfsmenn Landhelgisgæslunnar, þar af fjórir kafarar, …
Um borð eru fimm starfsmenn Landhelgisgæslunnar, þar af fjórir kafarar, um 30 björgunarsveitarmenn frá Landsbjörg, auk starfsmanna frá Rarik og Landsneti. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Flugvélin flytur einnig búnað björgunarsveitanna.
Flugvélin flytur einnig búnað björgunarsveitanna. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Bíll séraðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar um borð í Hercules.
Bíll séraðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar um borð í Hercules. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert