Sala á áfengi og neftóbaki eykst, minni sala á vindlum

Raðir myndast á álagstímum enda hefur sala aukist í ár.
Raðir myndast á álagstímum enda hefur sala aukist í ár. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sala á áfengi hefur aukist um 3,13% það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR. Neftóbakssala hefur sömuleiðis aukist. Það sem af er ári hafa landsmenn keypt tæp 43 þúsund kíló af neftóbaki og nemur aukningin 2,86%.

Á sama tíma hefur sala á sígarettum dregist saman um 1,65%, sala á reyktóbaki hefur minnkað um 0,46% frá því í fyrra og vindlasala um 3,32%. Þessar upplýsingar tók ÁTVR saman að beiðni Morgunblaðsins og ná tölurnar fram til dagsins í gær.

Ef rýnt er í sundurliðun á sölutölum áfengis hjá ÁTVR má sjá að mikil aukning hefur orðið í sölu freyðivíns og kampavíns. Alls hafa selst um 205 þúsund lítrar það sem af er ári og nemur söluaukningin tæpum 32%. Um 29% aukning hefur orðið í sölu á blönduðum drykkjum og hinn galopni flokkur „aðrar bjórtegundir“ stækkar ört, eða um 12,3% frá fyrra ári. Hvítvínssala hefur aukist um 6,7% en rauðvínssala stendur í stað. Rósavín nýtur aukinna vinsælda og hefur salan aukist um 9,9% milli ára. Þá vekur athygli að sala á viskíi og tekíla eykst talsvert, eða um ríflega 7%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert