Óvenjuleg veðurharka og tengsl við Halaveðrið

Mikið fannfergi var í höfuðstað Norðurlands í gærmorgun.
Mikið fannfergi var í höfuðstað Norðurlands í gærmorgun. mbl.is/Þorgeir Baldursson

„Það má e.t.v. halda því fram að veður þetta sé eins konar ættingi Halaveðursins fræga – lægðin sú var þó talsvert miklu dýpri en þessi og veðurharkan trúlega meiri – sömuleiðis skall það skyndilegar á og menn höfðu engar veðurspár til að styðjast við. En sameiginlegt eiga þessi veður þó það að landið austanvert slapp mun betur en landið norðvestanvert – rétt eins og nú. – Þá urðu símslit víða, en raflínur voru nær engar til að slitna – og engir bílar á ferð.“

Þetta segir Trausti Jónsson veðurfræðingur um veðurofsann sem geisað hefur á landinu í vikunni. Hann taldi ekki tímabært að gera veðrið upp að fullu í gærdag enda voru landsmenn enn að glíma við afleiðingar þess.

„En þetta er nokkuð samsett veður hvað vandræði varðar,“ segir hann. „Hiti var t.d. óheppilegur vegna ísingarskilyrða og veðrið kemur sjálfsagt til með að teljast meðal þeirra verstu á seinni árum hvað ísingartjón varðar. Úrkoma virðist líka hafa verið með meira móti – en hana er erfitt að mæla þegar svona hvasst er.“

Trausti greindi frá því á bloggsíðu sinni að veðrið skoraði ekki mjög hátt á landsvísu þegar litið væri á vindhraða eingöngu. Aftur á móti hefðu ákveðin svæði orðið illa úti og þar féllu met. „Það á einkum við um Strandir og trúlega austanverða Barðastrandarsýslu, mikinn hluta Húnavatnssýslu, á stöku stað á utanverðum Tröllaskaga og á annesjum austur að Rauðanúpi. Annað svæði sem varð illa úti liggur til suðurs úr Húnavatnsýslunni, met virðist hafa verið sett á Þingvöllum og óvenjuhvasst var sums staðar í uppsveitum Árnessýslu. Sama á við um Vestmannaeyjar, algengustu veður þar eru af austri, en norðanveður af þessum styrk eru ekki algeng þar í kaupstaðnum – mælirinn þar fór þó ekki sérlega hátt. Það gerði hins vegar hafnarmælirinn við Básasker,“ segir Trausti sem hafði ekki enn fengið uppgjör að austan um miðjan dag í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »