Unglingspilts enn leitað

Snjóbílar voru fluttir norður fyrr í vikunni vegna óveðursins.
Snjóbílar voru fluttir norður fyrr í vikunni vegna óveðursins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Leit stendur enn yfir að unglingspilti sem féll í Núpá í gærkvöldi. Hann var ásamt bónda á staðnum við vinnu við stíflu í ánni er hann varð fyrir krapaskafli og féll í ána. Bóndinn slapp naumlega. 

Á vef RÚV er haft eftir Jóhannesi Sigfússyni, aðstoðarlögregluþjóni á Akureyri: „Það er þarna heimarafstöð og lón og stíflumannvirki sem þeir voru að vinna við að hreinsa krapa frá inntaki á. Þeir stóðu þarna uppi á veggnum og öðrum þeirra tókst að forða sér undan bylgjunni og hinum ekki og lenti þarna ofan í ánni sem tók hann með sér.“

Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri í lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir að þeir hafi verið að vinna við stífluna í Núpá í Sölvadal þegar slysið varð. Verið er að skipta út mannskap enda leitarmenn orðnir þreyttir og kaldir. Síðla nætur kom fimmtán manna hópur á staðinn, tíu björgunarsveitarmenn, þrír frá sérsveit ríkislögreglustjóra og tveir kafarar frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. 

Verið er að bæta í leitarflokka með heimafólki sem og öðrum björgunarsveitum sem eru á leiðinni. Meðal annars er hópur á leiðinni sem var staddur á Blönduósi í öðrum verkefnum en sækist ferðin seint vegna ófærðar. 

Við eigum von á viðbótarmannskap þegar líður á daginn en nýtum þann mannskap sem við höfum hér, segir Hermann. 

Hann segir að aðstæðurnar séu afar erfiðar og krefjandi. Spáð er miklu frosti í kvöld og á morgun. 

Laust fyr­ir kl 22:00 í gær­kvöldi barst lög­regl­unni á Norður­landi eystra til­kynn­ing um að maður hefði fallið í ána en hann hafði verið við ann­an mann að vinna við stíflu sem er í ánni þegar krapa­skafl hreif hann með sér.

Þegar var allt til­tækt lið björg­un­ar­sveita sent á vett­vang ásamt lög­reglu­mönn­um og lækni. Erfiðlega gekk að kom­ast á vett­vang vegna ófærðar og þurfti að fá snjóruðnings­tæki til að fara á und­an. Erfiðlega gekk að ná aft­ur sam­bandi við til­kynn­anda á vett­vangi vegna aðstæðna. Björg­un­ar­sveit­ar­menn á vélsleðum voru fyrst­ir á staðinn og hófu upp­lýs­inga­öfl­un og leit, seg­ir í færslu á Face­book-síðu lög­regl­unn­ar á Norður­landi eystra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert