Algjörlega óþolandi ástand

Varðskipið Þór kom til Siglufjarðar með rafstöð sem sótt var …
Varðskipið Þór kom til Siglufjarðar með rafstöð sem sótt var til Ísafjarðar. Skipið fór svo til Dalvíkur þar sem það verður rafstöð fyrir bæinn mbl.is/Mikael Sigurðsson

„Þetta er algjörlega óþolandi ástand,“ sagði Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf. í Fjallabyggð, um aðstæður sem sköpuðust vegna óveðursins fyrr í vikunni.

„Við höfum ekkert getað unnið hér í nokkra daga. Það hefur ekki verið hægt að landa úr skipum. Við höfum beðið milli vonar og ótta um ástandið í frystiklefunum. Þar eru mörg hundruð milljóna króna verðmæti. Við höldum að afurðirnar hafi sloppið en hráefnið, óunnin rækja, er orðið ónýtt vegna þess að við gátum ekki unnið það,“ sagði Ólafur. Hann sagði ekki búandi við þetta ástand.

Rammi hf. er með rækjuvinnslu á Siglufirði. Þar er líka landað bolfiski úr frystiskipum og ísfiskskipum. Fyrirtækið er ekki með varaaflstöð en var að fá lánaða 400 kW rafstöð til að tryggja að frost héldist í frystigeymslunum. Ólafur kveðst vona að rafveitukerfið lagist sem fyrst.

Fjárfesta þarf í innviðunum

„Ég held að vinnslur á þessu svæði hvort sem um er að ræða Dalvík, Siglufjörð eða Sauðárkrók, geti borið vitni um að það er ekki búandi við þetta ástand,“ segir Ólafur í umfjöllun um óveðrið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert