Bát og skútu rak í land í óveðrinu

Súluna og Elínu Önnu rak í land þegar hluti smábátabryggjunnar …
Súluna og Elínu Önnu rak í land þegar hluti smábátabryggjunnar brotnaði í óveðrinu á þriðjudag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Smábát og skútu rak í land í óveðrinu á þriðjudagskvöld þegar hluti smábátabryggjunnar á Dalvík brotnaði frá.

Um er að ræða skútuna Elínu Önnu og smábátinn Súluna. Þegar blaðamann og ljósmyndara mbl.is bar að garði í morgun var eigandi Elínar Önnu að vinna í skemmdum á skútunni.

Von er á kranabíl í hádeginu sem á að hífa bátana tvo í land, en áður en það er gert verður að fella mastur skútunnar.

Bátarnir eru talsvert skemmdir en ekki taldir ónýtir.

Bátarnir eru talsvert skemmdir en ekki taldir ónýtir.
Bátarnir eru talsvert skemmdir en ekki taldir ónýtir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert