Dalvíkurlína líklega klár á miðvikudag

Ísing er mikil á raflínum.
Ísing er mikil á raflínum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ef vel gengur að afísa rafmagnslínur og skipta um brotna staura á Dalvíkurlínu gæti rekstur línunnar komist á fullt á miðvikudaginn í næstu viku. Þetta segir Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets. 

Rúmlega 50 straurar brotnuðu í stæðunum. Gert er ráð fyrir að það taki fimm til sex daga að gera við þá en um 40 manna vinnuflokkur vinnur að því að laga þær. „Ef allt fellur með okkur ættum við að geta tekið hana í gagnið um miðja næstu viku. Verkið vinnst vel og er veðrið núna okkur hliðhollt,“ segir hún og ítrekar að Dalvíkurlínan sé í forgangi. Fram að því er keyrt á varaafli. 

Einnig er unnið að því að laga Kópaskerslínu en 14 staurar eru brotnir í þeirri línu. Gert er ráð fyrir að nokkra daga taki að gera við þá línu. Skemmdirnar komu í ljós þegar flogið var yfir svæðið í dag. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert