Eilíft vesen á risaeðlunum

Risaeðlurnar eru ansi uppátækjasamar þegar heimilisfólkið sefur.
Risaeðlurnar eru ansi uppátækjasamar þegar heimilisfólkið sefur. Ljósmynd/Aðsend

Fyrir sex árum hófu óstýrilátar risaeðlur að vera með óvænt uppátæki í aðdraganda jóla á heimili þeirra Óla Arnar Atlasonar og Karenar G. Elísabetardóttur á Rekagranda í Reykjavík. Að sögn Óla Arnar hafa risaeðlurnar verið hluti af lífi þeirra og barnanna, Helga Júlíusar 11 ára, Sigríðar Kristínar 9 ára og Einars Atla 5 ára, síðustu árin.

Risaeðlurnar hafa lagt það í vana sinn að vera með alls konar uppátæki þegar heimilisfólk er farið að sofa. Byrja þær á uppátækjum sínum ár hvert 1. desember en hætta athæfi sínu 10. desember og er það að sögn Óla vegna þess að risaeðlurnar eru hræddar við jólasveinana og þær vilji ekki vera á stjái á sama tíma og þeir. „Þær eru alltaf með eitthvert vesen og það er kærkomið þegar þær finna að jólasveinarnir eru að koma. Fyrst um sinn voru þær svolítið aggressívar og krakkarnir okkar, Helgi og Sigríður, voru fimm og þriggja ára þegar risaeðlurnar byrjuðu á þessu. Þau voru pínulítið hrædd við þær og við heyrðum stundum í þeim þegar þau báðu risaeðlurnar um að hætta þessu athæfi sínu,“ segir Óli.

Risaeðlunum er ekkert heilagt.
Risaeðlunum er ekkert heilagt. Ljósmynd/Aðsend

Vildu henda risaeðlunum

Fyrsta árið tóku risaeðlurnar upp á því að brjóta aðventukertin og að sögn Óla vildu krakkarnir setja þær í búr eða henda þeim. „Hvað er í gangi, mamma! Ég held að við verðum bara að henda þessum risaeðlum í ruslið, þær eru eitthvað brjálaðar,“ sagði Helgi árið 2013.

„Þegar risaeðlurnar varalituðu sig með rándýra varalitnum hennar Karenar þá fannst krökkunum það mjög fyndið en í hvert skipti sem þær skemmdu eitthvað þá fannst krökkunum það óþægilegt og voru jafnvel reið út í þær,“ segir Óli.

Í dag er Helgi orðinn 11 ára. Að sögn Óla þykir honum alltaf jafn spennandi að koma fram á morgnana til þess að sjá hverju risaeðlurnar hafa tekið upp á.

Fréttina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu mánudaginn 9. desember.

Óli Örn Atlason og Karen G. Elísabetardóttir.
Óli Örn Atlason og Karen G. Elísabetardóttir. Ljósmynd/Aðsend
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert