Frú Lauga var ekki lengi á lausu

Frú Lauga hefur fest ráð sitt.
Frú Lauga hefur fest ráð sitt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við höfum trú á þessari rekstrarbreytingu og framhaldið lofar góðu, segir Elías Guðmundsson, fráfarandi framkvæmdastjóri bændamarkaðarins Frú Laugu við Laugalæk.

Morgunblaðið greindi frá því fyrir réttum mánuði að rekstur verslunarinnar væri til sölu, að Frú Lauga væri á lausu. Óhætt er að segja að þessi uppfærða hjúskaparstaða Frúarinnar hafi vakið mikla athygli og ekki leið á löngu áður en áhugasamir vonbiðlar fóru að stíga í vænginn við hana. Nú er Frú Lauga gengin út.

Rekstur Frú Laugu hefur verið sameinaður Bændum í bænum. Samnefnd verslun hefur verið rekin á Grensásvegi 10 þar sem áhersla hefur verið lögð á sölu lífræns grænmetis og lífrænnar þurrvöru. Þegar er byrjað að flytja Bændur í bænum inn á Laugalæk og á nýju ári fær sameinuð verslun nafnið Frú Lauga og bændurnir.

„Viðskiptavinir hér munu sjá bæði meira og fjölbreyttara vöruúrval í kjölfar sameiningarinnar. Við erum þegar farin að sjá verulega aukningu í viðskiptum og viðskiptavinir hafa tekið vel í þessar breytingar,“ segir Elías.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »