Grunsamlegar mannaferðir í Vesturbæ og Hafnarfirði

mbl.is/Eggert

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tilkynningar um grunsamlegar mannaferðir í Vesturbænum og Hafnarfirði á öðrum og þriðja tímanum í nótt samkvæmt dagbók lögreglunnar. 

Einn er í fangaklefa grunaður um líkamsárás í nótt og annar er þar einnig þar sem hann hafði hreiðrað um sig, óvelkominn, í stigagangi fjölbýlishúss.

Á öðrum tímanum í nótt var tilkynnt um eld í ruslageymslu í fjölbýlishúsi við Ljósheima. Slökkvilið kom á vettvang og slökkti eldinn. Ruslageymslan stendur sér og því ekki mikil hætta á ferðum fyrir íbúa, að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Slökkvistarfið tók um klukkustund.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert