Þæfingur á Vatnsskarði

Skjáskot af vef Vegagerðarinnar

Vetrarfærð á öllu landinu og víða éljagangur og skafrenningur um norðanvert landið. Þæfingsfærð er á Vatnsskarði en víða einbreitt og vegfarendur beðnir um að fara varlega. Þæfingur er á Þverárfjalli og frá Sauðárkróki í Fljótin. Leiðin um Víkurskarð er enn ófær og eins er ófært norður í Árneshrepp.

Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir á vegum og éljagangur á einhverjum stöðum, segir á vef Vegagerðarinnar. Þæfingsfærð er á Klettsháls.

Flestar aðalleiðir eru færar á Norðausturlandi en þó er töluverður skafrenningur og éljagangur í þessum landshluta. Hólasandur er ófær og þæfingur á Hófaskarði. Á Austurlandi er snjóþekja eða hálka á vegum og sums staðar skafrenningur. Ófært er um Breiðdalsheiði og Öxi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert