Truflanir á TETRA við Blöndustöð

Mikil ísing er á rafmagnslínum.
Mikil ísing er á rafmagnslínum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Truflanir urðu á TETRA-samskiptum við Blöndustöð í fjarskiptum Landsvirkjunar og ístruflanir urðu við Laxárstöðvar. Fjarskipti Landsvirkjunar voru að mestu leyti í góðu lagi en þau fara um fjarskiptakerfi Orkufjarskipta hf. sem er í jafnri eigu Landsnets og Landsvirkjunar, segir í tilkynningu. 

Engar bilanir urðu hjá Landsvirkjun á meðan óveðrið gekk yfir landið á dögunum. Nokkurt álag var á starfsfólk vegna truflana sem urðu á flutningi raforku frá aflstöðvum. Heilt yfir gekk starfsemin vel við þessar erfiðu aðstæður, en nauðsynlegt reyndist að auka viðveru í aflstöðvum á meðan álagið var hvað mest. Öryggi starfsfólks var ávallt í fyrirrúmi í öllum aðgerðum, segir ennfremur í tilkynningu. 

Tekið er fram að unnt var að virkja viðbragðsáætlanir í tæka tíð og gera ráðstafanir sem meðal annars fólust í að tryggja viðveru í aflstöðvum, eftir mikla upplýsingagjöf og aðvaranir frá Veðurstofunni og stjórnstöð Almannavarna í aðdraganda atburðarins. 

mbl.is ræddi við Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar, í dag, í máli hans kemur fram að veikleikar í flutningskerfinu stafi af því að nauðsynlegri uppbyggingu hafi ekki verið sinnt.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert