Veittist að barni við íþróttaleik

Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að maðurinn hafi játað sök …
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að maðurinn hafi játað sök en að hann teldi að eingöngu bæri að heimfæra háttsemi hans undir ákvæði barnaverndarlaga, en ekki almennra hegningarlaga. mbl.is/Þór

Karlmaður hefur verið dæmdur til 30 daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir brot gegn almennum hegningarlögum og barnalögum með því að hafa veist að dreng í íþróttahúsi og slegið hann í höfuðið með flötum lófa með þeim afleiðingum að drengurinn hlaut vægan roða og var aumur í hársverði.

Atvik voru með þeim hætti að drengnum, sem var í íþróttaleik, hafði lent saman við leikmann úr öðru liði inni á vellinum á meðan á leik stóð. 

Maðurinn kom í kjölfarið inn á völlinn og sló drenginn í höfuðið.

Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að maðurinn hafi játað sök en að hann teldi að eingöngu bæri að heimfæra háttsemi hans undir ákvæði barnaverndarlaga, en ekki almennrahegningarlaga þar sem af framlögðu myndskeiði af atvikum mætti sjá að hann hefði einungis snert létt koll drengsins en ekki slegið hann. Dómurinn féllst ekki á það með ákærða.

Maðurinn hefur sex sinnum gengist undir sektargerð lögreglustjóra frá árinu 2012, í flestum tilvikum vegna umferðarlagabrota, en hefur ekki áður gerst brotlegur við almenn hegningarlög.

„Við ákvörðun refsingar er auk framangreinds litið til þess að ákærði játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi en til refsiþyngingar að háttsemi ákærða var sérstaklega gróf í ljósi þess að hann veittist að barni sem var við íþróttaiðkun með jafningjum sínum. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð.“

mbl.is