30 milljarða lækkun 2019

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útskýrir frumvarp til fjárlaga.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útskýrir frumvarp til fjárlaga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skattkerfisbreytingar sem gerðar hafa verið frá árinu 2013 hafa lækkað skatta á heimili og má ætla að hækkun ráðstöfunartekna heimila vegna þeirra nemi nálægt 30 milljörðum kr. á árinu 2019.

Ef meðtalin eru áhrif þess að tímabundin ákvæði um auðlegðarskatt og orkuskatt á rafmagn runnu út á tímabilinu hækkar sú fjárhæð í 40 milljarða kr. Þetta er mat sérfræðinga fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem birt er í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns efnahags- og viðskiptanefndar, um breytingar á sköttum og gjöldum.

Í svarinu er birt ítarleg sundurliðun á einstökum skattalagabreytingum á sjö ára tímabili frá árinu 2013 til 2019 og áætlað hvaða áhrif allar einstakar breytingar sem gerðar hafa verið á sköttum og tryggingagjaldi hafa haft á tekjur ríkissjóðs til hækkunar eða lækkunar á hverju ári um sig.

Tekið er fram að hafa verði ýmsa fyrirvara á þessu mati m.a. vegna þess að breytingar á sköttum, skatthlutföllum o.s.frv. hafa áhrif á efnahagsþróunina á næstu árum á eftir og þar með á skattstofnana sjálfa, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert