Álftir frusu fastar í Hafnarfirði

Álftir á gangi.
Álftir á gangi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst ábending upp úr hádeginu um að álftir væru frosnar fastar í tjörninni í Hafnarfirði við Lækjarskóla.

Slökkviliðsmenn lögðu af stað til að bjarga álftunum en voru sendir til baka eftir að miskunnsamir Hafnfirðingar sáu aumur á fuglunum og björguðu þeim úr háskanum.

Slökkviliðinu barst einnig tilkynning um eld í húsi við Nýbýlaveg í Kópavogi. Síðar kom í ljós að íbúinn hafði kveikt upp í arninum hjá sér, væntanlega til að ylja sér í kuldanum.

mbl.is