Bætir í snjó á morgun

Kort/Veðurstofa Íslands

Spáð er allt að 16 stiga frosti í nótt en dregur úr frosti á landinu á morgun og bætir í ofankomu norðantil síðdegis. Slydda við norðurströndina undir kvöld, en áfram þurrt sunnan- og vestanlands.

Veðurspá fyrir næstu daga

Á mánudag og þriðjudag:
Norðaustan 8-15 m/s og snjókoma eða él norðan- og austantil en bjartviðri sunnanlands. Frost 2 til 7 stig en um frostmark við ströndina.

Á miðvikudag:
Norðaustanátt með éljum norðanlands en þurrt annars staðar. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag, föstudag og laugardag:

Útlit fyrir austlæga átt með snjókomu eða slyddu en rigningu við ströndina austantil en úrkomulítið annars. Hiti um og yfir frostmarki.

mbl.is