Forsetahjónin völdu stafafuru

Forsetahjónin með gripinn.
Forsetahjónin með gripinn. Ljósmynd/Aðsend

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid, kona hans, komu við hjá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík í dag og keyptu jólatréð sem mun prýða stofuna á Bessastöðum þessi jólin. Fyrir valinu varð íslensk stafafura úr Þjórsárdal. Í samtali við mbl.is segir Hjalti Björnsson, formaður Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík, að forsetahjónin séu fastagestir hjá sveitinni, en forsetinn er einnig verndari Landsbjargar.

Salan hefur gengið vel síðustu daga og gerir Hjalti ráð fyrir að um 2.000 tré verði seld fyrir jólin, langflest íslensk tré úr Þjórsárdal. „Það er okkar sérstaða.“

Jólatrjáasala Flugbjörgunarsveitarinnar er til húsa á Flugvallarvegi 7 við rætur Öskjuhlíðar og verður opin til klukkan tíu alla daga til jóla, og raunar til hádegis á aðfangadag. Á morgun hefur jólasveinn boðað komu sína, en hann mun skemmta gestum milli klukkan 15 og 17.

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is